Svo er mál með vexti að ég fékk mér fyrir stuttu síðan Lite-On 16x DVD skrifara í Elko. Hann hefur virkað vel í þennan fremur stutta tíma sem ég hef verið að nota hann, en nú allt í vitleysu.

VEnjulega tók 6-10 mín að skrifa fullan DVD, en núna tekur það hátt í klukkustund. Einnig eru venjulegir CD-R töluvert hægari í skrifun.

Áður en lengur er haldið tek ég það fram að ég skrifa í Nero sem fylgdi skrifaranum.

Buffer levelið (sýnt neðan við “completed” barið) er rosalega óstöðugt, flakkandi milli 55% - 86%.

Einhverjar hugmyndir hvað ég get gert?