Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna hefði lent í og náð að laga eitt vandamál sem er búið að ergja mig nokkuð lengi og það er: Þegar ég er að hlusta á eitthvað hljóð í vélinni minni heyrast oft brestir, skiptir engu hvað það er mp3/cd/tölvuleikir.

Ég er búinn að reyna ýmsar útgáfur af 4in1 sem fólk sagði af hefði virkað hjá sér,líka búinn að prófa ALive! drivera sem einhverjir hafa sagt að hafi lagað þetta hjá sér en ekkert gengur. Því spyr ég hér, hvort einhver hafi náð að laga þetta og vilji deila lausninni með mér? :)