hæ,
ég hef tekið eftir skrítnum hlutum með powersupplyið mitt, það er eins og það sé óstöðugt. þegar kveikt er á tölvunni þá flökta ljósin sem eru á sömu rafmagnsgrein örlítið, vægast sagt mjög truflandi að vera inní slíku herbergi.

einnig ef ég legg eyrað að power supplyinu heyrast mjög lágir rafmagnssmellir 2-3 á sek. þessir smellir smitast líka út í hátalarana þannig að maður verður bilaður með hátalarana í gangi og ekkert hljóð er í gangi… þá heyrast bara þessir litlu smellir í hátölurunum.


kannast einhverjir við þetta?