Jæja. Það kom að því um daginn að ég fór, og hef mjög lengi verið, að fá vandamál með routerinn minn, sem er b.t.w. frá netopia. Ok, hugsaði með mér: “ég hef ekki sett nýtt firmware í routerinn, kannski það gæti verið málið”. Að venju hugsaði ég bara klárt og leit aftan á tækið, fór á heimasíðuna fyrir netopia og ætlaði að gera það sem ég hef svo margoft gert áður með routera, nema frá öðrum fyrirtækjum (ZyXEL, LinkSys, D-Link, Planet), að ná í firmware. Allt kom fyrir ekki eftir LANGA leit að ég gat ekki fundið fo***** firmware-ið. Ok, ég róaði mig niður og hugsaði skarpar….GOOGLE! það var málið! :D … eða hvað??? Ég setti inn model number-ið á routernum, endaði á einhverri klámsíðu ._0 Reyndi síðan að þrengja lausnirnar aðeins með því að gera þetta meira specific. Á endanum rataði ég loks inn á síðu netopia, og hvað fékk ég í feisið á mér!?: “Please fill out this form to be taken to the download page for your requested firmware.” þarna átti ég semsagt að gefa upp fullt nafn, heimaborg, póstnúmer, E-mail, land og eitthvað fátt fleira…. OK, ÞETTA ER EITTHVAÐ FISHY! ég hef downloadað tugi firmware-a frá mörgum mismunandi framleiðendum, en þetta er fkn viðbjóður! Hef aldrei þurft að gefa neinar persónulegar upplýsingar á neinum öðrum firmware síðum… en ég drattaðist til að gera þetta og hvað kom svo í ljós? firmware-ið var ekkert betra, allt sama hel***** draslið, og eldgamalt firmware í þokkabót! ráðlegg engum að nota netopia routera, feitustu aular sem kunna ekki að reka fyrirtæki!