Sælir

Það er smá vandræðagangur á mér. Ég tók uppá því að þrífa tölvunna að innan eftir búinn að vera í framkvæmdum seinustu mánuði og var því alveg stútfull af fínu ryki. Ég tók hörðudiskana út, og geisladrifið og ryksugaði hana að innan og tók kælivftunna af örrgjafanum og ryksugaði það sem var meðal annars stútfullt af ryki, ætlaði að taka af kæliviftuna af bioskubbinu en hættir við að hvað var leiðilegt að taka það af, en hreyfði það aðeins til. En nóg með það þegar ég ætlaði að kveikja á henni aftur þá kemur ekkert á skjáinn hjá mér. Ég er búinn að prufa annað skjákort, aftengdi alla diska og dvd skrifaran, clear CMOS, tók öll kort nema skjákortið úr, færði til minnið og núna hef ég grun um ég búinn að slátra móðurborðinu, aðarlega þá þessum bios kubb. Ég er með Abit IC7 móðurborð með 2.4 Intel örrgjörva og vantar smá hjálp við þetta. Hvað haldið þið? Er þetta dáið eða er ég að yfirfarast eitthvað.

Kveðja
Wolfman