Sælir. Vona þið getið aðeins hjálpað mér hérna. Ég keipti mér sony vaio tölvu í Usa í október og svo núna er batteríið eitthvað að klikka hjá mér. Sýnir aðra stundina að það séu 4 tímar eftir en svo eftir hálftíma er bara 20 mínútur eftir af því. Ég keipti tölvuna hjá Best buy í Bandaríkjunum en ég veit ekki alveg hvernig ég eigi að fara að því að fá annað batterí frá þeim. Ég er með ábyrgðarskírteini og alles.
Einnig langar mig að heyra frá ykkur hvort þið vitið um einhverjar ókeypis góðar vírusvarnir á netinu sem ég gæti notað í fartölvuna mína? MEð fyrirfram þökkum um góð svör. Takk takk