Ég á í smá veseni. Málið er að ég er með litla vél (233 MHz) sem er að keyra FreeBSD hjá mér. Ég nota þá vél sem router, vefþjón, mailþjón og bara ýmislegt.

Nú um daginn fór rafmagnið af húsinu mínu og síðan þá, þá hef ég ekki fengið vélina til að “boota”. Hún á að ræsa sig sjálf og boota FreeBSD'inu og starta öllu sjálf, en núna er eins og hún sé algjörlega dauð. Ég kveiki á henni, bíð heillengi en næ ekki að pinga hana eða neitt. Ég held hún nái ekki einu sinni að ræsa sig. Heyrist ekkert svona “píp” eða neitt þegar hún ræsir sig, eins og heyrðist alltaf áður fyrr.

Ég tengdi skjá við vélina, sem virkaði fínt áður fyrr, en nú er eins og hún nái ekki að synca skjáinn. Mér datt þá í hug að skjákortið væri bara bilað, en svo var ekki. Ég reif skjákortið úr henni og skipti um það, en enn er sama sagan; bara svartur/“no sync” skjár! Ég prófaði að rífa minnið, skjákortið og netkortið úr henni og endurraða öllu en það breytir engu.

Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki harði diskurinn, þar sem það er MIKIÐ af mikilvægu drasli þar. En þetta getur varla verið harði diskurinn, þar sem ég prófaði að taka hann úr sambandi og það breyttist ekkert. Hún hefði þá alveg syncað skjáinn og birt villumeldingu um að enginn harður diskur hafi fundist. Er það ekki annars?

Þið megið alveg dæla fróðleik ykkar yfir mig og leiðbeina mér í þessu veseni. Þakka fyrirfram. :)
Gaui