Er einhver hérna sem á eða hefur sett upp Asus adsl routerinn sem fæst hjá Boðeind ?

Ég er í helvítis vandræðum með hann, ég er búinn að setja hann upp þannig að hann úthlutar ip-addressum, en það blikkar alltaf status ljósið á honum sem þýðir að hann sé að “handsheika” við Landssímann … hann tengist bara ekki adsl-inu.

Ég er búinn að setja upp PPPoA staðalinn … svo koma nokkar stillingar sem ég veit ekkert um, eitthvað channel dæmi, þar setti ég bara 1 og svo VCI og VPI. Einhver gaur hjá Margmiðlun sagði mér að setja þar 8 og 48 sem ég gerði, en ekkert breyttist. Svo náttla er ég búinn að setja upp mitt notendanafn og password inn í hann.

Uppsetning á þessu hjá Boðeind kostar “aðeins” 17.000 krónur sem ég vil náttla helst ekki þurfa að borga …. ég er aðeins búinn að tala við gagnaflutningsdeildina hjá Símanum, en þar er nánast aldrei hægt að fá að tala við neinn osv.frv.

Hvað segiði? Einhver hér sem kann á þetta dót?