Getur einhver gefið mér gott ráð til þess að laga LCD Tölvuskjá sem 5 ára syni mínum tókst að rispa snyrtilega með skrúfjárni?

Skjárinn er með vel sýnilegar rispur, en ekki djúpar, bara á efsta laginu. Það er ekki glerhlíf á skjánum og efsta lagið er svona eins og mjúkt plast.

Þetta er 17" AvidAV skjár sem ég er eiginlega ný búinn að kaupa.

Þetta er mjög óþægilegt að nota hann svona rispaðan svo ég væri himinlifandi ef einhver veit um einhverja töfralausn…

Með Kveðju,
POE