Ég er hérna búinn að vinna við að setja upp tölvu vinar míns eftir að hann fékk helling af spyware og gat ekki losnað við það. Síðan byrjar örgjörvinn núna alltaf að væla og ef maður fer í einhvern leik eða gerir eitthvað smá í tölvunni þá fer hann bara að væla og samkvæmt task manager þá er hann alltaf í 100% notkun þegar þetta gerist. Þetta er fyrsta skiptið sem þetta gerist og ég hef nokkru sinnum áður sett upp xp-ið á tölvunni hans þannig að það er ekki vandamálið. Síðan rétt í þessu var tölvan að drepa á sér út af því að örgjörvinn ofhitnaði, sem betur fer vorum við búnir að installa protection forrit sem drepur á tölvunni áður en eitthvað skemmist. En veit einhver hvað er að?