Ég hef verið að spá svolítið í nýrri tölvu en hef þó nokkrar spurningar sem ég vildi gjarnan fá svör við. Ef þú veist aðeins svör við nokkrum endilega svaraðu þeim og slepptu bara hinum í stað einhverra rugl svara.
Málið er að ég er orðinn frekar hlynntur intel þar sem ég nota tölvuleiki lítið þó ég vilji að sjálfsögðu geta spilað þá. Valdi hann t.d. vegna ddr2.
Hvernig standa málin með dualcore örgjörvana, eru þeir eitthvað hraðvirkari en hinir. Borgar sig t.d. að fá sér frekar 2.8 ghz dualcore heldur en 3.0 ghz venjulegan pentium 4?
svo með minnin, er einhver munur á pöruðum saman minniskortum eða kaupa tvö eins kort?
Getur nokkuð einhver bent mér á ágætlega ódýrt móðurborð með pci rauf fyrir skjákort, ddr2 stuðning upp í 667 og helst sata II samt sem ódýrast??

Yrði mjög þakklátur ef einhver gæti séð sér fært og svara þessu.