Jæja, ég er að vonast til að einhver kunni einfalda lausn á smá vandamáli sem ég er að kljást við um þetta leyti.

Þannig er mál með vexti að ég yfirgef hús mitt um daginn í nokkra tíma, skiljandi tölvuna eftir í gangi, þannig að ég veit ekki hvað gengur á á meðan, en þegar ég kem til baka þá virðist hún hafa drepið á sér. “Ekki málið”, hugsa ég og ýti á takkann á henni til að kveikja á henni. Búmm, rafmagnið farið af herberginu. Ég bölva vélbúnaðinum á meðan ég fer og kippi örygginu aftur á sinn stað á rafmagnstöflunni.
Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum á meðan ég einangra vandamálið með því að skipta um snúrur og fjöltengi og því sem mig dettur í hug og það virðist sem að vesenið liggur í straumbreytinum í tölvunni. (Þ.e.a.s. ég er ekki sérfróður um þetta þannig að ég get þess vegna verið að kalla þetta stykki röngu nafni.)

Spurning mín er eiginlega, er þetta eitthvað sem ég get reddað hérna heima með nógu miklum athugunum og fikti, eða á ég að dröslast með tölvuna í almennilega viðgerð um leið og það opnar eftir hátíðina?