Ég á í vandæðum með brightness í skjánum mínum. Ef ég er að horfa á myndbönd, og það er myrkvað herbergi, þá sé ég lítið sem ekkert hvað er að gerast á skjánum.

Sama vandamál er ég að fá í aq þar sem dimman í sumum borðum er svo mikil að það er algjört myrkur. En þegar ég breyti úr open_gl í software, þá birtir til, en þar sem software sökkar þá er þetta frekar hvimleitt.

Er þetta eitthvað stillingaratriði sem að mér hefur yfirsést eða eru þetta myndböndin sem ég er að fá?