Er búinn að vera alveg út úr vélbúnaðarheiminum núna síðasta árið… Væri þess vegna frábært ef einhver gæti hjálpað mér að setja upp hljóðlátt setup.

Kem til með að keyra Debian á þessari vél. Mun nota hana sem vefþjón og undir tónlist og specefni. Hún mun hanga úti í horni í þessu litla herbergi mínu, kveikt á henni 24/7 og þess vegna er áhersluatriðið að hún sé hljóðlát.

Er að leita að móðurborði (verður að vera með SATA og PCI-E) og örgjörva ásamt þá viftu(m) og kassa. Er með tvo til þrjá IDE diska sem ég vil nota líka, en skipti kannski einum út fyrir SATA disk.

Ég er ekki að leita að neinni gaming vél. Bara einhverju hljóðlátu. Veit að AMD örgjörvarnir hitna alveg rosalega, og er þess vegna aðallega að pæla í Intel, annars veit ég ekki hvort að þetta með AMD hefur breyst eitthvað. Helst 64bita annars veit ég ekki hvernig þau mál eru núna heldur.

Vantar sem sagt ódýran örgjörva sem hitnar lítið (helst 64bita), gott móðurborð, hljóðláta viftu (ef hún fylgir ekki með), og helst sem minnstan kassa með viftu fyrir hörðu diskana, sem er hægt að slökkva á.

Einhver sem getur bent mér á eitthvað sniðugt?