Sælt veri fólkið. Mig langaði að vita hvort einhverjir hér hefðu gerst duglegir og skoðað marktæka dóma á fartölvum og/eða hafi mikla reynslu af fartölvum og séu þannig með nokkuð raunhæfar hugmyndir hvort einhverjar fartölvutegundir séu betri en aðrar. Ég hef lítinn áhuga á að heyra einhverja persónulega dóma sem byggjast eingöngu á trúarbrögðum og fordómum gagnvart framleiðendum, þannig að ég vona að ég lendi ekki í því að sortera hér út hvað sé mark á takandi og hvað ekki.

Kveðja
Reyni