Komiði sæl.
Þetta er alveg fáránlegt er búinn að vera að reyna að finna út hvað þetta er en kemst ekki að niðurstöðu.

Þannig er mál með vexti að þegar ég t.d. keyri upp forrit sem tekur kannski 2000 kb í memory usage t.d. dc++ þá fer cpu usage upp í 50% og jafnvel ofar en það! Þetta gerir það náttúrulega að verkum að tölvan er afar hægvirk. Tölvan mín var að koma úr viðgerð og þetta var ekki svona áður en hún fór þangað.

Ég vona að einhver gúrúinn sjái sér það fært að skella góðu svari við þessu

takk fyrir mig,

Ringo`