Ok, ég er með nýlega Dell Precision M60 fartölvu
Intel(R) Pentium(R) M
processor 1.70GHz
598MHz, 1.00 GB of RAM

Skjákort: 128 MB GeForceFX Go700 (veit ekkert um það meira)

Okehh… ég er ekki mjög fróður um tölvur en þegar ég keypti tölvuna (fyrir svona hálfu ári síðan) þá var mér sagt að hún ræði nú við svona helstu leikina allavega út þetta árið, og trúði ég því nokkuð vel bara, enda kostaði hún sitt.
Jáhh ég ætla líka að láta það koma fram svo það líti ekki út fyrir að ég sé alger fáviti að ég keypti þessa tölvu EKKI BARA til þess að spila leiki í henni en mér þætti rosa gaman efað það væri hægt :S !!
Okey vesenið er s.s það að efað ég ætla að spila einhverja leiki þá segir tölvan að hún ráði ekki við leikinn þar sem skjákortið sé að skíta á sig og þurfi uppfærslu… okey ég ætlaði að reina að vera sniðugur og fann uppfærslu og installaði henni en þegar innstallið var í fullu gangi þá stoppaði það og upp kom að tölvan finndi enga upprunalega drivera fyrir kortið og hún gæti því ekki uppfært það….!

Getur einhver sniðugur tölvugaur sagt mér hvað ég gæti hugsanlega gert?

Með fyrirfram þökk,
Unix
Kveðja, Unix