Var að velta því fyrir mér að fá góðan heatsink fyrir 1.4 ghz athlon tölvuna sem ég er u.þ.b. að fara að kaupa. Var að spá í Thermalright SK6 með delta viftu, fékk bestu dóma sem ég hef séð, en málið er að hún kostar um 20000 kall ef maður pantar hana, er það virkilega þess virði?

Er ekki betra að fá sér bara sæmilega viftu + cooler á klakanum fyrir 5k eða svo, dugir það ekki? Hvað græðir maður svo sem á þessu super kælingadæmi annað en fyrir overclocking?