Ok, þetta er önnur fartölvan sem ég kem með heim, glæ nýja úr búðinni og ég er að fá þessi leiðindahljóð úr henni… fyrri var HP en þessi sem ég er með núna er acer, acer er “skárri” að því leitinu til að það kemur ekki hljóð úr henni þegar hún keyrir á rafhlöðunni…
Hljóðið lýsir sér þannig að það er eins og ég sé að hlusta á harðadiskinn og örgjörfann keyra, s.s. audio út rásin er menguð af einhverjum leiðinda hljóðum. ég er með mixer og monitora og er þannig séð með eðal græjur hérna þannig að þetta er ekki þeim að kenna. Hvað gæti verið að??? Eru nýjar fartölvur alveg að klikka??
Ég átti medion fartölvu sem var orðin 3ja ára gömul og hún var að skila mér hreinu hljóði, svo eru tvær nýjar fartölvur að klikka svona…
Hvaða fartölvur henta til tónsmíða?? Og eins og ég spurði; hvert gæti vandamálið verið??
takk..
hello hugi!