Ég er með 1-porta ADSL router sem ég tengi 8-porta switch við og allt hefur virkað eins og í sögu um árabil.

Hins vegar þegar ég reyni núna að tengja lítinn 4-porta hub við switchinn þá fæ ég aldrei neina tengingu á tölvur sem tengjast litla hubbinum (kemur bara ‘network cable is unplugged’ í tölvum sem tengjast honum) :-/

Þessi litli hub er með on/off takka þar sem maður getur valið Uplink/Normal. Hef reynt bæði og mér sýnist það ekki skipta máli.

Hefur einhver hugmynd um hvað ég er að gera vitlaust?
“True words are never spoken”