Ég hef átt tölvuna mína síðan í Mars, og allt gengið vel. Formattaði núna um daginn vegna leiðinda vírusa og þannig rugli, allt gekk vel eftir það.

En núna, þá frýs tölvan mín alltaf þegar ég er að spila leiki. Sama hvaða leik, BF, PES, Fifa, eða eitthvað annað. Frýs, og ég get ekkert gert.

Ég er með nVida GeForce 6600GT 128 mb, AMD Athlon 64 3400+ örgjörva , 1 gb í RAM. Ég er með nýjasta nVida driverinn.

Veit einhver hvað málið er? Er orðinn frekar pirraður.