Sælir sérfræðingar
Er hægt að sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar á vélbúnaði og hvenær það var gert?

Spyr vegna þess að sonur minn keypti tölvu fyrir þrem mánuðum og nú er okkur sagt að hann hafi fiktað í stýrikerfinu og við þurfum að punga út fyrir nýju stýrikerfi + kostnaði við uppsetningu!

Hann er með tvískiptan disk og endurskírði drifin, sem sé gaf þeim nöfn og það er víst stranglega bannað - hermdi eftir stóra bróðir en það virðist ekki hafa komið að sök hjá þeim eldri.

Það sem á að hafa valdið þessum mikla usla á samt aðallega að vera að hann hljóti að hafa eytt möppu sem heitir backup og það fyrsta sem á víst að gera er að skrifa innihaldið á disk því innihaldið er vélbúnaðarpakkinn síðan eyðist mappan (þetta var okkur aldrei sagt og engin viðvörun…… þegar við spurðum um disk ef svo kynni að fara að það yrði að setja vélina uppá nýtt vissi sölumaðurinn ekki af hverju það væri enginn diskur og ætlaði að kanna málið og láta okkur vita sem gerðist auðvitað ekki.

Sem sé sonurinn á að hafi opnað þessa backup möppu en ekki skrifað, hún hafi eytt sér og þar með hafi allskonar driverar og fl. horfið t.d. er ekki hægt að skrifa því skrifarinn finnst ekki, hann hafði ekki prufað að skrifa disk áður svo við vitum ekki hvort skrifarinn var yfirleitt einhverntíma sjáanlegur.

Talvan hefur áður farið á verkstæði því það var ekki möguleiki að finna sjónvarpið, fengum allskonar leiðbeiningar í gegnum símann svo var málið athugað og hringt aftur og okkur sagt að koma með hana í viðgerð, sölumaðurinn vissi alveg að við byggjum úti á landi en hafði ekki vit á því að segja okkur að þetta væri digital sem er einfaldlega ekki til staðar hér, það var skipt um kort og sjónvarpið komið í lag.

Næst fór talvan í búðina því þetta flotta ókeypis vírusvarnarforrit sem fylgdi vildi ekki yfirgefa svæðið eftir venjulegum leiðum og aumingja maðurinn sem losaði okkur við það sagði að það hefði verið erfiðara að losan við það heldur en versta vírus en við vorum allavega ekki rukkuð fyrir þá þjónustu.

Mér finnst ekki eðlilegt að hann hafi greitt um 170,000 fyrir tölvu og þurfi síðan að kaupa aftur vélbúnað vegna þess að hann fylgdi ekki með þ.e. okkur ekki sagt að skrifa hann!

Ég er hætt að trúa öllu sem mér er sagt og þætti þessvegna fróðlegt að geta séð allar breytingar á stýrikerfinu því guttinn segist ekki hafa fiktað neitt og engu hent nema skjölum og dóti sem hann hafi náð í á netinu, fyrir utað það að breyta nafninu á drifunum.
Einhver sem getur gefið okkur ráð?