Ég er nýbúinn að lenda í ömurlegum vandræðum með að kaupa mér hluti í nýju tölvuna. Pabbi var úti í usa í 2 vikur og ég pantaði fullt af hlutum gegnum pricewatch…síðan var mér sagt að þetta gengi ekki því annaðhvort taka þeir ekki við “international credit cards” eða heimilisfangið passaði ekki á kortinu og þar sem hann var í usa (því það er skráð hérna) svo ekkert var úr þessu. Hefði getað sparað slatta pening svo ég er verulega pirraður.

Annars hvernig panta ég þetta hingað, hvar eru bestu staðirnir sem senda til Íslands? Og þarf ég að borga feitan toll við þetta helvíti, borgar það sig kannski frekar að kaupa þetta hérna? Hlutirnir kosta svona 2x meira hérna heldur en úti í netverslunum, en málið er að ef ég þarf að borga toll þá jafnast þetta kannski út?