Ég keypti mér NVIDIA GeForce 6600 GT fyrir AGP en eftir að ég setti það í get ég ekki skoðað neinar kvikmyndar skrár(avi, mpg…) og skiptir engi í hvaða spilara ég opna þá í. Þetta lýsir sér þannig að þegar spilarinn opnast þá kemur “opening media” þá er allt hálffrosið, svartími á tildæmis músartakkanum er svona 30 sek, ég geri alt-ctrl-del og ætla að slökkva á þessu, það tekur mjög langan tíma þar sé ég einnig að spilarinn er með 97-99 í CPU notkun.
Hvað getur þetta verið? Ég get spilað tónlist, spilað leiki á borð við battlefield 2 á vandamála, ég er búinn að uppfæra alla drivera, ég er meira að segja búinn að re-installa windows.