Ég er með Nvidia GeForce4 440GO kort í Medion fartölvu. Ég tengi tölvuna við sjónvarpið með vga kapli, þannig get ég horft á myndir og fleira í gegnum tölvuna (eða bara notað það sem mjög stóran skjá). Núna virkar allt nema að horfa á myndir í sjónvarpinu, myndin sjálf er bara svört, en allt annað sést eins og alltaf.
Einhver lent í svipuðu eða veit hvernig á að laga þetta?

Vandamál #2
Líklega tengt því fyrsta. Eftir vesenið með sjónvarpið þá hef verið að reyna að ná í nýjan driver fyrir kortið (build 77.77) en það kemur bara “No suitable hardware was found, The program will now close….” í hvert skipti sem ég reyni að setja það upp. Ég passaði mig á að taka gömlu driverana út áður en ég reyndi að setja þá nýju inn. Þannig að núna hef ég enga drivera fyrir skjákortið. Veit einhver um drivera fyrir þetta netkort sem virka pottþétt?
Flatus Lifir Enn