Hæhæ,

mig langaði að deila með ykkur nýjustu samsetningunni minni á tölvunni. Málið er að ég er rosalega fátækur maður og hef því ekki efni á nýjasta örgjörvanum en langaði í almennilega uppfærslu. Ég fór því þá leið að kaupa mér AMD Athlon XP Mobile 2600+ og byrjaði með S462 móðurborð sem ég átti og hafði verið með 1300Mhz Duron á.
Ég hafði lesið mig soldið til um oc (overclocking) á netinu og fann þar trick til að hækka margfaldarann í biosnum umfram það sem hann leyfði. Ég þurfti að skella einni vírlykkju á tvo pinna undir örgjörvanum. Það heppnaðist fullkomlega og nú var ég kominn með örgjörvann sem var stock 2Ghz upp í 2380Mhz með FSB í 140Mhz og Multi í 17. Hitinn var alls ekkert að hækka mikið þó ég hafi lagt áherslu að hafa hljóðlátar viftur en ég er að nota venjulega CoolerMaster viftu á örgjörvanum.
Mér bauðst svo tækifæri á að fá skipti á móðurborðum og er ég nú kominn með algjört snilldar borð.

DFI Lanparty NF2 Ultra Rev. A

Eftir að ég fékk þetta borð þá fann ég spjallsíðu á netinu http://www.dfi-street.com þar sem ég gat lært af reynslu annarra með samskonar borð og örgjörva. Td sá ég að örgjörvinn sem ég er með getur hæglega farið upp í 400+ Mhz (200M+ Mhz í bios) í FSB þannig að ég stillti hann í 200Mhz og Multi í 12 og þá er ég kominn með 2400Mhz vél núna og breytingin á stillingunum skiluðu sér í mun meiri minnishraða.

Ég notaði SiSoft Sandra 2005 og keyrðu Memory bandwidth benchmark og fóru tölurnar úr ca 2000MB/s uppí ca 3000MB/s ss mikil aukning.

Þurfti að hækka Vcore uppí 1.625V til að hafa vélina stabíla í Prime95 en það er alveg svigrúm til að hækka voltin meira og auka hraðann.
Ætla mér að finna betri kælingu og hraðvirkara minni til að fara hærra.

Var með þetta sem grein en svo áttaði ég mig á því að þetta væri betur sett hérna í spjallinu. Ef það eru einhverjur fleiri sem eru að tjúna vélarnar sínar þá væri það flott að sjá það hér.