Jæja.

Ég tók stóra stökkið frá WIN98se uppí Win2k. Ég er að mörgu leiti sáttur við þessa breytingu, að einu undanskildu. Vélin á það til að frjósa þegar ég ætla að td. spila video clip eða spila Counterstrike. Word og Wordpad (og eflaust fleiri forrit) haldast ekki í gangi nema örskamma stund, þá segir windows að þau hafi “generated an error and will be shut down”. Hvað er til ráða?

Uppsetningin er eitthvað á þessa leið:

AMD Athlon 700MHz Slot A
Apollo móðurborð (minnir mig)AI61
128MB kubbur (133MHz backward comp. with 100MHz)
64MB kubbur (100MHz)
Creative Graphics blaster Riva TNT 16MB
IBM 45GB Deskstar 7200rpm keyrir á ATA66
Netkort
Geisladrif og skrifari
Soundblaster Live

Ég er búinn að setja upp SP2. AMD drivera fyrir chipsettið á móðurborðinu. Hef prófað ýmsa drivera fyrir skjákortið, þó ekki nýjustu því original TNT er ekki í þeim af einhverjum ástæðum.

Ef einhver hefur hugmynd um hvað gæti verið að, endilega segja mér, því það er nær óvinnandi á hana eins og hún er núna.

Takk,
vamanos