Eftir að hafa fengið vitlaust socket af örgjörva fór ég aftur upp eftir á mánudaginn, svo þá um kvöldið virtist ég ekki ætla að geta fengið tölvuna til að vera stabíla, vandann mátti rekja til minnisins, sem ég keypti einnig í att.

Ég er ekki að segja að þetta sé þeim að kenna, eða að att.is sé slæm verslun, en þetta er fullmikil tilviljun.

Þegar ég var að bíða eftir því að fá örgjörvann þá var einn kúnni fyrir framan mig, og tók það hálftíma að afgreiða, og enginn annar var við, þetta fannst mér lélegt.

Í fyrri þræði sem ég skrifaði sagði einhver að kassarnir litu báðir eins út og auðvelt væri að gera mistök, málið er að þeir eiga að vera sérfræðingar í þessu, og 939 socket örgjörvarnir eru með þónokkuð breiðari grunn en 754. Þá minnist ég ekki á að kassarnir ættu að vera betur merktir.

Ég vil ekki letja fólk frá því að versla þarna, heldur að athuga aðra kosti fyrst.. allavega miðað við mína reynslu.