Var að plana nú í vikunni að uppfæra tölvuna mína og setti mig í samband við fólk sem veit hvað það er að gera, þá var stefnan tekin á 3200+ athlon 64, asus móðurborð, og 2x corsair minni.

Þar sem örgjörvinn var oem ákvað ég að kaupa nýja viftu líka.

Viftuna og móðurborðið pantaði ég í start, ekkert sem var að þar, en annað mál var þegar ég ætlaði að sækja minnið og örgjörvann til att, því þegar heim var komið þá kom í ljós að þeir höfðu látið mig fá 754 socket útgáfu í staðinn.. þetta var í gær, föstudag.. og var búið að loka þeirra verslunum.. ekki það að ég hefi nennti að keyra frá seltjarnarnesi aftur upp í smára af því að einhverjir hálfvitar þekkja ekki muninn á socket 939 og 754.

Tek það fram að ég pantaði rétta útgáfu.. kvittunin mín sýnir líka 939, og þeir rukkuðu mig fyrir 939.