Ég keypti mér fyrir um 5 mánuðum nýja Toshiba Stellite fartölvu í BNA. Var þar í fríi með familíunni og svoleiðis. Ég vildi frekar fá mér fartölvu til að geta verið með í skólanum og svoleiðis, heldur en að fá mér borðtölvu til að vera bara með í leikina. Flestir sem ég hef talað við um fartölvur segja að það sé hægt að skipta um allt í þeim, t.d. mynni og netkort og svoleiðis, svo ég hef engar áhyggjur um að ég verði að endurnýja hana fljótlega.
Ég vissi ekki mjög mikið um tölvur áður en ég ákvað að kaupa mér hana, en ég kenndi sjálfum mér með vafri á netinu og með því að spyrja sem mest. Eftir svo að ég kem heim þá er vesen með fartölvuna strax! Netkortið í henni styður ekki við Evrópskt kerfi, svo að maður þurfti að skipta um það! Svo kemst ég að því að netkortið er heldur ekki nógu gott! Það var nú samt eikker 128mb sem er víst MJÖG gott, en það var ekki NVidia svo það studdi ekki eikkað 3D-game-blablabla!
Þá komst ég að nokkru! Skjákortið er eini hluti fartölvu sem er ekki hægt að skipta um og er fast við móðurborðið!!! ÖMURLEGT!!! Núna get ég ekki einu sinni spilað eikkern Lego leik!
Þannig að ég vara alla við: Þráðlaust-netkerfi er öðruvísi í BNA en í Evrópu og að skjákort í fartölvum er fast í þeim!…