Ég er með ADSL frá OgVodafone og fékk ZyXel Prestige 600 series router frá þeim. Nú ætla ég að vera með vefþjón hérna heima og er að pæla í hvernig á að stilla þetta til að láta þetta virka. Það sem ég er búinn að stilla er:

1. SUA details: Stillt á að port 80 sé forwardað á tölvu sem er inni á netinu hjá mér.

2. Stilla eldvegginn þannig að pakkar frá Wan til Lan séu forwardaðir en ekki blokkaðir. Prófaði svo að slökkva alveg á eldveggnum, breytti engu.

3. Á tölvunni sem er forwardað á er IIS keyrandi og virkar fínt þegar maður prófar bara localhost. Búinn að prófa að slökkva á eldveggnum á henni líka.

Þetta er svona það helsta sem ég hélt að þyrfti að gera til að koma þessu í gang en það virkar samt ekki. Það sem ég fæ þegar ég geri http://xxx.xxx.xxx.130/index.asp er bara síða sem segir ‘The requested URL ’/index.asp' was not found on the RomPager server.'. Ef ég geri hinsvegar http://localhost/index.asp á vélinni sjálfri þá virkar þetta fínt.

Einhver sem hefur reynslu af þessu og veit hvað fleira þarf að gera?