Ég keypti mér utanáliggjandi harðan disk um síðustu áramót, formattaði hann og byrjaði að setja efni inná hann. Þar sem hann frýs talsvert oft grunar mig að eitthvað sé að.
Núna fyrir stuttu var keyptur annar utanáliggjandi harður diskur sem var tilbúinn til notkunar beint úr kassanum, hann er formattaður sem Healthy (Active) en hinn er bara Healthy.
Veit einhver muninn og getur þetta hafa orsakað þessi vandræði með eldri diskinn?