Jæja ég er í smá dilemma hérna, ég var að stela skjákorti bróðir míns sem er GF4 Ti4200 64mb og láta það í mína tölvu
Vandamálið er það að þegar ég fer í einhvern leik eða eitthvað þá hitnar kortið afskaplega mikið og fer langt yfir venjulegann hita fyrir þetta kort og vélin krashar eftir fáeinar sekúndur.
Þetta kort er með stórri kæliplötu og viftu, það er hitaleiðandi krem (man ekki alveg hvað þetta kallast) á milli ram'sins og hitasökkulsins og viftan er í fullu gangi
Ég er með nýjustu drivera fyrir kortið, nýjasta directx og ég hef aldrei klukkað þessa vél á neinn hátt.

Getur einhver gefið mér svar hvað getur verið að?