Ok, bara uppúr þurru þegar ég ræsi tölvuna mína og ætla að tengja módemið við hana (þetta er svona GlobeSpan módem sem þú færir á milli talvna). Þá bara vill ekki módemið tengjast við tölvuna kemur bara “unregonized device” síðan slökkna ljósin á módeminu og ekkert gerist.

Ég prófaði að fara í My Network places og þá sé ég að það er bara tvennt þar, þ.e.a.s. Local Area Network, og GlobeSPan módemið, það vantar tvennt sem hefur alltaf verið þarna!?!?!?!?

Þ.e.a.s eitthvað sem hét ELAN og ATM connection ég veit ekkert hvað það er en ég bara tek eftir því að það er bæði horfið :S

Ég man held ég þegar ég notaði tölvuna síðast þá var eitthvað niðri í hægra horninu svona connection sem hét ATM, og ég disconnectaði það óvart, gæti það tengst því, er einhver leið að ég get restorað þetta aftur vegna þess að ég er búinn að prófa að reinstalla módemið aftur.

Einhver með hugmynd hvað ég get gert?