Ég fjárfesti í nýrri uppfærslu um daginn, Þessu Móðurborði, Þessum Örgjöfa, Þessu vinsluminni, Þessum aflgjafa og Þessu skjákorti. Setti þetta allt saman (þess má geta að ég fiktaði mig áfram, er ekki rosalega klár á þetta) og kveikti á vélinni. hún fór allveg í gang, allf flott, en síðan ætlaði ég að fara að formata, fór í biosinn og stillti á cd-rom sem aðal boot-device. [Þess má geta að ég er með aðeins 1 hdd, gamlan 20gb]

Síðan ætlaði ég að formata frá CD-ROM, windows diskurinn í, kom upp þarna upptalningin af skrám sem væru verið að lesa, síðan þegar það var búið þá kom bara bluescreen. Þar stóð “ef þetta er í fyrsta skipti sem þetta kemur upp, þá skaltu restarta. Ef þetta er í annað skiptið, þá skaltu fylgja þessum skrefum”…og taldi upp eitthvað í sambandi við vírusa og þessháttar.

Síðan reyndi ég bara að komast inní windowsið sem ég setti upp á gömlu vélinni, alltaf þegar ég reyndið það þá restartaði talvan sér….

Núna spyr ég… Hvað er það sem ég gæti verið að gera rangt?