Vandamál :
gripurinn bara slekkur á sér eftir um 1 mínútu - kemst stundum alveg inní Windows (xp) - en næ ekki að gera neitt til að finna út úr vandanum - ef ég ræsi og fer inní Bios - same thing - bara slekkur á sér eftir smá stund - ooog það lýsir sér þannig að það slökknar á skjá (verður svartur) - en helst rafmagn á kassanum (heyri í viftu & power ljós á) - einnig er ljósið sem sýnir “activity” í harðadiskinum á (stanslaust / blikkar ekki) - ég get ekki slökt á henni þegar hún er svona (dugir ekki að halda ræsi-hnappinum inni til að reboot) - heldur verð ég að taka rafmagnið af henni. Ef ég geri það - er ekkert mál að stinga henni í samband aftur og ræsa upp á nýtt…og svo frýs aftur ;)

Ég vona að þetta hafi verið nógu nákvæmt til að einhver geti látið sér detta í hug hvað þetta gæti verið - öll komment afskaplega vel þeginn !!!

p.s. - datt í hug bilaður HD / prófaði að setja annan í og reyna að installa Winxp - en sama problem… bara slekkur á sér eftir smástund…

endilega látið móðan mása - takk takk - codex