Svo er mál með vexti að hér á mínu heimili eru 2 tölvur með ATi skjákorti og 2 með nVidia (samt bara 1 í notkun) Önnur ATi tölvan er með eitthvað lélegt 128mb kort og hin er með 256mb X800 XT, bæði AGP. Ég er að nota þá tölvu, og varað nota eina með nVidia FX5700LE þangað til í kvöld.

ATi tölvurnar eiga það sameiginlegt að skjáirnir verða þvílíkt blurraðir þegar maður er bara að vinna í Windows og það er erfiðara að lesa textana sem koma á skjáinn, og sjá línur í hinu og þessu. Svo kemur líka svona einsog brúnn blettur sem feidast út í miðju hægri helmings skjássins á báðum ATi Tölvunum! Þær eru báðar með sömu gallana.

En nVidia tölvurnar eru með skýran skjá og alveg jafn hvítt sama hvar maður lítur á skjáinn.

Er þetta eitthvað við ATi? Þarf að nota millistykki og nota DVI í staðinn fyrir venjulegt skjátengi á CRT skjám við ATi kort? Eða er nVidia bara einfaldlega betra?

Ef þið kannist eitthvað við svona og vitið um góða leið til að laga þetta yrði það vel þegið að fá upplýsingar um hana!

Fyrirfram takk, Danni.
Kveðja, Danni