Jæja, nú er ég að íhuga að kaup í einu stykki AlienWare tölvu. Ef þið farið á heimasíðu þeirra ættuð þið að geta séð gripinn. Aurora ALX, kostar 4820 dollara og verður eflaust örlítið dýrari komin til landsins. En það er ekki það sem ég er að spá í, nú bendir allt til þess að hún komi beint frá USA og þar sem ég er ekki búin að panta nú þegar, þá langar mig að vita. Er alveg óhætt að kaupa vél frá USA? Er enginn munur á rafkerfi eða eitthvað álíka? Ég er ekkert ofur vel að mér í þessum efnum þannig að það væri gaman ef einhver með vit á þessu gæti sagt mér hvort þetta teljist sniðug kaup eður ei.

Ég heillast að þessari vél þar sem hún er með dual GeForce 6800gt 256 mb korti. Nýjasta AMD tæknin til staðar og þar að auki glæsileg hönnun. Lítur út sem hin fullkomna leikjavél.