Ok ég er gaur sem keypti tölvu fyrir sirka mánuði síðan og inniheldur hún MSI NX 6800 skjákort og ég prufaði ekki fyrr en núna að tengja sjónvarpið við hana og hérna ég tengdi tölvuna við sjónvarpið með skarptengi og síðan ræsi ég tölvuna og stilli á AV á sjónvarpinu. Ok tölvan byrjar að ræsa sig og allt kemur upp á sjónvarpinu sem er á skjánum……memory test og svona…………svo líka þegar hann er að ræsa XP. En svo þegar að skjáborðið birtist á tölvuskjánum þá er ekkert í sjónvarpinu……..það er bara svart. Hvað sem ég geri spila einhverja mynd í tölvunni eða eitthvað það kemur ekkert í sjónvarpinu.

Veit einhver lausn við þennan vanda?

Plús ég tók eftir því að allt var svart-hvítt í sjónvarpinu. Veit einhver hvernig maður lagar það?