Jæja ég vona að einhver ykkar geti hjálpað mér.

Þannig er nefnilega mál með vexti að ég ákvað að bæta nýju vinnsluminni við tölvuna, var með 256 mb fyrir og bætti við 512 mb, en tókst samt einhvern veginn ekki að fá tölvuna til þess að ræsa sig upp með bæði minnin, svo ég tók bara 256 úr og setti 512 í staðinn og var ekkert að svekkja mig yfir þessu.

En um daginn ákvað ég að prufa nú að skella 256 í og eftir nokkrar tilraunir ræsti tölvan sig upp og ég var bara helvíti glaður, en þegar að ég kem inn í windows og fer að skoða properties á my computer tjáir tölvan mér það að hún hafi bara 256 mb vinnsluminni og task managerinn staðfestir þetta líka.

Það er eins og vinnsluminnin geti engann veginn unnið saman og einhverra hluta vegna velur tölvan að nota minni minnið sem er mjög leiðinlegt.

EN fyrir tækniupplýsingarnar, þá eru bæði minnin 333Mhz.

Hefur einhver lausn við þessum vanda mínum?

Kv. Krazny