Ég er orðinn ógeðslega pirraður á skjákortinu mínu! það hefur alltaf verið mjög hávært en um daginn fór allt í einu að suða óhóflega mikið í því og eftir það hef ég lifað við skruðninga í því sem heyrast yfir í næstu íbúð. Og ég er ekki að tala um neina eðlilega skruðninga, þetta er ógeðslegt! Yfirleitt dugir að pota aðeins í viftuna á skjákortinu og þá hættir hljóðið í smástund en kemur svo stuttu seinna aftur. Nú er viftan líka orðin svo hæg að það virkar ekki lengur að pota í hana því annars stoppar hún allveg eða fer að vera með meira bögg! Ég veit að það er ekkert sérlega viturlegt að pota í innviði tölvunnar en eitthvað verð ég að gera. Um er að ræða GeForce fx 5200 skjákort og nú spyr ég, hvað er til ráða?