Sem stendur er ég að spá í að kaupa mér Dell tölvu úr elkó eða medion úr bt.. ég veit allveg hvaða orð bt hefur á sér og þess vegna er ég dálítið smeikur með þá en það góða við þá er að maður labbar bara inn og kaupir sér tölvu á vís lánum og ekkert mál. Svo er ég að spá í með elkó.. talvan sem að ég er að spá í þar er töluvert betri en 25.000 kr ódýrari og það stendur að það sé alþjóðleg ábyrgð á henni.. mér finnst bara skítið afhverju hún er svona ódýr því að dell tölvur eru ekki þær ódýrustu og alþjóleg ábyrgð þýðir hvað?? að ef að talvan bilar þá verður hún send út í eitthvað krummaskurð í mánuð…

Hefur einhver verslað við elkó sem að getur sagt mér hvort að þeir séu eitthvað að reyna að plata fólk og hvort að það borgi sig að fara í BT og síðan líka langar mér að vita hvað fólki fynnst um DELL og MEDION.