Búinn að pósta þessu á Windows áhugamálinu, en þar sem ég veit ekki hvort það sé mjög virkt taldi ég vissara að pósta þessu líka hérna.

Er í einhverjum vandræðum með það að setja upp Win XP Pro.

Býst við að það tengist e-ð SATA harða disknum, þó ég hafi bæði prófað að setja upp driverana sem fylgdu og þá sem eru á heimasíðunni (virtust vera sömu driverar, abit móbó). Hann hefur ekki fundist þegar ég hef átt að velja partion og þá kemur einnig upp villumelding sem hefur stöðvað uppsetninguna “vegna hættu á að tölvan verði fyrir skaða” (s.s. blue screen, minnir að það hafi tengst harða disknum).

Mér tókst reyndar að koma stýrikerfinu upp eftir nokkarar tilraunir og það virtist virka í fyrstu og gerði það líka í nokkra daga. Svo fór skjárinn að taka upp á því að frjósa, virtist bara vera skjárinn því ég gat typað á meðan þó ég sæi ekki, svo kom skjámyndin aftur stuttu seinna. En þá voru líka farin að heyrast undarleg hljóð úr tölvunni, get ekki alveg lýst þeim, einhverskonar vinnsluhljóð, samt ekki þessi vinnsluhljóð sem maður er vanur að heyra í hörðum diskum. Ég prófa að restarta en kemst þá ekki aftur inn í Windows og hef ekki komist inn síðan.

Hef prófað að setja stýrikerfið aftur upp nokkrum sinnum en alltaf fengið þessa villumeldingu sem ég fékk upp fyrst.

Þetta er Win XP Pro með SP2.
Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!