Ég keypti mér fjöltengi sem er líka með usb snúru, þannig að þegar ég slekk á tölvunni, þá átti lika að slökkva á fjöltenginu.
– ég veit, hámark letinnar, en ég sá fyrir mér að geta bara slökkt á tölvunni og þá færu prentarinn, skanninn, já allt heila klabbið líka. –
En að sjálfsögðu virkaði þetta ekki. Ég komst að því að þegar ég slekk á tölvunni (PC) þá er ennþá power á usb portunum og þá slökknar ekki á fjöltenginu. Veit einhver um einhverja stillingu í Windows þar sem hægt er að breyta þessu? Ég er búinn að kíkja í BIOSinn og fann ekkert þar.