Mamma keypti nýja tölvu undir mínum ráðum. Skellti sér á súperturn uppfærslu frá Tölvulistanum (Súperturn 3 fyrir forvitna) en þegar ég húkkaði gamla diskinn sem slave í græjuna vildi windows xp ekki opna hann heldur kemur bara með villuboðin “This disk is not formatted. Do you want to format it now?”

Hrmpf hugsaði ég, eitthvað vesen á tölvunni og fór því með diskinn og tengdi hann í eigin tölvu. Win2000 og mun nær gömlu tölvunni hennar mömmu í performance, en það sama gerist - “This disk is not formatted. Do you want to format it now?”

Jæja. Hvernig get ég náð skjölunum hennar móður minnar af disknum og hvers vegna er þetta að ske?