Halló.

Ég var að formatta tölvuna mína og skipta úr XP Home í XP Pro. Ég er með 5 hátalara og bassabox frá Creative. Ég er með eitthvað SoundBlaster Live! B800 hljóðkort. Eftir að ég formattaði þá virkar bara einn hátalarinn og ef ég er ekki að spila neitt í tölvunni þá heyrist bara svona eins og háspennuhljóð úr honum og ef ég spila tónlist eða eitthvað þá heyrist bara suð og svo tónlistin mjög lágt á bakvið. Ég er búinn að installa öllum driver-um sem fylgdu tölvunni en það lagaðist ekkert. Veit einhver hvað er að?

Takk,
Kristján