Ég er með þráðlaust netkort á heimavistini þar sem að ég bý.
Undanfarna daga hefur netkortið mitt verið að finna einhvern annan sendi sem að ég vil ekki að það finni.
Ég hef verið að stilla það þannig að "WaveLAN Network“ sé Primary connection og stillti Auto-connect á það.
En það er þetta ”Wireless“ sem að ég finn, það kemur stundum fyrir að netkortið skipti sjálfkrafa yfir á það. Sem veldur því að ég missi sambandið við netið þangað til að ég læt það tengjast ”WaveLAN Network“.

Er ekki einhver leið til þess að blocka allt nema ”WaveLAN Network“ eða einungis þetta ”Wireless" sem að ég finn.

Kveðja:
Bjartma