Ég er að fara bæta við hörðum disk og er að velta mér upp úr úrvalinu á diskstýringum.

Þetta er til frá 2500kr og langt yfir 10.000kr

Ég er bara að leita eftir einhverri einfaldri og ódýrri stýringu sem virkar, skiptir ekki máli hvort það er IDE eða ATA, þarf bara að vera fyrir 2 diska en má alveg vera fyrir 4.

Þannig að ég spyr þá sem hafa vit á hvað er best af þessum ódýrari stýringum?