Já ég keypti mér tölvu í lok sumars og í henni voru tvö 512mb 400Mhz Corsair minni og allt í lagi með það þau að virka fínt á 200Mhz hraðanum, en svo núna um daginn ákveð ég að kaupa mér þriða samskonar minnið. Keypti mér nákvæmlega eins minni og hin tvö. En þegar ég er búinn að setja það í keyra þau ekki nema á 166Mhz. Ég kann ekkert það mikið á BIOS og þori ekkert að vera að fikta eitthvað mikið í honum, en skoðaði hann og fann ekki út hvernig ég get lagað þetta. Einhver sem kann á þetta ? Það væri mjög fínt.