Er það rétt sem ég heyri að retail vifturnar sem fylgja með prescott örjörvunum séu bara eitthvað drasl sem virkar ekki sem skildi?

Málið er að ég keypti mér 3,2ghz prescott í lok sumars, með retail viftu, og það gekk vel þangað til fyrir svona 1 mánuði síðan kannski en þá fór tölvan að restarta sér í leikjum, líklegast vegna ofhitnunar. Svo er það nýjasta að örgjörvinn er farinn að throttla í 65°C sem er, að ég held, frekar fáránlegt, því svona viftur ættu alveg að geta komið í veg fyrir það. Með viftu er ég náttúrlega að tala um viftu+heatsink.

Ég er ekki með einhvern “über” kassa reyndar, ætli þetta kallist ekki medium size turn (stendur venus framaná honum). Það er ein kassavifta ofaná honum sem blæs út og ein aftaná sem blæs inn. Svo eru tvær viftur á PSU'inu (http://start.is/product_info.php?cPath=80_29&products_id=742).

Mín spurning er því: Þarf ég að fá mér nýja örgjörvaviftu? Eða jafnvel nýjan kassa með fleiri viftuplássum? Eða er örgjörvinn kannski bara ónýtur og ég þarf að fá mér nýjan? ;)

P.s. móðurborðið er MSI 875P NEO-FISR og ég er með 512mb ddr400 minni. Þar að auki er ég með MSI geforce4 ti4400 og svo SB audigy 2. Harði diskurinn er 120gb frá Western Digital (ekki SATA).